Járningarnámskeið hjá Hestheimum í apríl


23.03.2012

Járningarnámskeið hjá Hestheimum í apríl

 
Hestheimar bjóða upp á frábært járningarnámskeið fyrir hestafólk í 14. apríl nk. Námskeiðið hefur verið vel sótt síðastliðin þrjú ár og eru þáttakendur mjög ánægðir með kennsluna hjá Guðmundi Guðmundssyni frá Hellu. Kennslan verður einstaklingsmiðuð og stendur námskeiðið frá kl 9:00 til 16:00. Kostnaður er aðeins kr. 15.500,- og er hádegisverður innifalinn.
 
Nánari upplýsingar og skráning í síma 487-6666 og í gegnum hestheimar@hestiheimar.is.
 
Nánari upplýsingar um Hestheima hér á sveit.is og á vefsíðu Hestheima.