Fréttir


19.04 2016

Skjaldarvík í Eyjafirði hlýtur viðurkenningu Vakans

Á dögunum hlaut Ferðaþjónustan Skjaldarvík í Eyjafirði viðurkenningu og brons-umhverfismerki Vakans. Gistiheimilið Skjaldarvík sem er félagi í Ferðaþjónustu bænda, hlaut viðurkenningu sem fjögurra stjörnu gistiheimili og hestaleigan í Skjaldarvík fékk viðurkenningu Vakans sem viðurkennd ferðaþjónusta. 

14.04 2016

Brekkulækur hlýtur Nordis Travel Award verðlaunin

Nýlega hlaut Arinbjörn Jóhannssson-Erlebnistouren, fyrirtæki Arinbjarnar á Brekkulæk í Miðfirði sem er ferðaþjónustubær innan vébanda Ferðaþjónustu bænda, fyrstu verðlaun Nordis Travel Award í flokki viðkomustaða.

11.04 2016

Nýr félagi: Óbyggðasetur Íslands

Við bjóðum Örnu og Denna ferðaþjónustubændum á Óbyggðasetri Íslands velkomin í samtök Ferðaþjónustu bænda.