Bæklingur Upp í Sveit


Bæklingur Upp í Sveit

Hvernig væri að kynnast landi og þjóð betur með bæklinginn UPP Í SVEIT sem ferðafélaga?

Í bæklingnum eru upplýsingar um 183 ferðaþjónustubæi innan vébanda Ferðaþjónustu bænda um land allt sem bjóða upp á fjölbreytta gistingu, afþreyingu við allra hæfi og máltíðir að hætti heimamanna.
 
Gistingin er fjölbreytt og má þar nefna gistihús bænda, sveitahótel, heimagistingu og sumarhús. Þá eru afþreyingarmöguleikar aldrei langt undan og má t.d. nefna merktar gönguleiðir, hestaferðir / hestasýningar, golf, veiði, fjórhjólaferðir, kynningu á sveitastörfum og afslöppun í heitum potti.

Bæklingur Upp í Sveit 2015
Í bæklingnum er einnig að finna upplýsingar um bæi sem eru þátttakendur í verkefni Bændasamtakanna um Opinn landbúnað þar sem kostur gefst á að kynnst nútímabúskap og fjölbreyttri starfsemi í sveitum landsins. Markmiðið er að koma á framfæri því besta sem sveitin hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn.

Hvar er hægt að nálgast bæklinginn?

Bæklinginn er hægt að nálgast á skrifstofu Ferðaþjónustu bænda að Síðumúla 2 - 108 Reykjavík, á upplýsingamiðstöðvum, N1 víða um land, samgöngumiðstöðvum, sölustöðum ferða og fjölsóttum ferðamannastöðum um land allt.

Skoða bækling rafrænt

Panta bækling heim