Mannamót

Haustfagnaðir - Mannamót - Ættarmót - Árshátíðir 

 
Er ekki kominn tími til að breyta til og skella sér upp í sveit með vinnufélögunum eða vinum og ættingjum?
 
Fjölmargir ferðaþjónustubændur bjóða upp á góða fundaraðstöðu fyrir bæði stærri og smærri hópa, auk aðstöðu fyrir árshátíðir og aðra mannfagnaði. Margir bjóða upp á pakka fyrir hópa þar sem gisting, skemmtun og jafnvel afþreying er innifalin. Nánari upplýsingar um þessa aðila er að finna hér fyrir neðan (skipt eftir landshlutum). 

 


 

  Suðvesturland / Suðurland

 

Gistihúsið Kríunes við Elliðavatn

Kríunes er fallegt gistiheimili staðsett rétt við bæjarmörk Kópavogs við vestanvert við Elliðavatn. Í Kríunesi eru þrír fundarsalir til útleigu og er allur búnaður til staðar  s.s. skjávarpi, flettitöflur og þráðlaus nettenging.  Fundarsalirinir rúma upp í ca. 40 – 50 manns. Einnig er boðið upp á veitingar þ.m.t. kvöldverð.  Á Kríunesi eru 8 herbergi með baði og einnig svítur. Í Kríunesi er einnig aðstaða fyrir ca. 80 manna veislur.

Hafðu samband 

  
 

 

Hjalli - Kaffi Kjós 

Hlaðan, hefur verið  innréttuð fyrir mannfagnaði, þar sem munir minna á liðna tíð í sveitinni. Góður pallur er fyrir utan.  Hægt er að fá afnot af kolagrilli, einnig er hægt að fá leigt gasgrill og  borðbúnað.
 
Hafði samband
  Hjalli Kaffi Kjós - mannfagnaður


Eyrarkot í Kjós

Eyrarkot í Kjós er snoturt gamalt sveitabýli 15 km frá Mosfellsbæ sem gert hefur verið upp. Aðstaða til fundarhalda er í gömlu hlöðunni. Tilvalið fyrir smærri hópa sem vilja komast í friðsæld og sveitastemningu. Gisting er í uppbúnum rúmum fyrir 10 manns.

Hafðu samband

  

Fossatún í Borgarfirði

Fossatún er staðsett á bökkum Grímsár í Borgarfirði. Veitingahús sem tekur allt að 100 manns í sæti. Einnig góð funda- og ráðstefnuaðstaða. 

Hafðu samband 

  
 

Hótel Eldhestar, Ölfusi

Sveita­hótel með öllum þæg­indum í einungis 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Á hótelinu er góð aðstaða til ráðstefnuhalds en fundarsalurinn rúmar um 30-40 manns. Öll tæki eru tiltæk til fundarhalda, þ.a.m. skjávarpi, tölva, tússtafla o.s.frv. Kjörið fyrir hópa sem þurfa næði til að einbeita sér og  fá nýjar hugmyndir. Hótelið er búið 26 rúmgóðum tveggja manna herbergjum og eru baðherbergi, sjónvarp og internettenging í hverju herbergi.  Afþreyingu má finna fyrir utan dyrnar. 

Hafðu samband

  
 

Hótel Hekla á Skeiðum

Hótel Hekla á Skeiðum er sveitahótel í um 80 km fjarlægð frá Reykjavik. Þar er ráð­stefnus­alur fyrir um 60 manns og 100 manna mat­salur. Á staðnum eru 36 herbergi með baði. Vel staðsett fyrir skoð­un­arferðir á Suð­ur­landi, t.d. Gull­foss, Geysir, Þing­vellir, Þjórs­ár­dalur.

Hafðu samband

  
 

Hestheimar í Ásahreppi 

Hestheimar í Ásahreppi er ferðaþjónustubýli þar sem boðið er upp á gistingu í notalegu gestahúsi með heitum potti. Einnig er svefnpokagisting á hlöðulofti fyrir 18 manns og fullbúið eldhús. Rúmgóður matsalur fyrir allt að 180 manns er undir sama þaki og reiðhöllin. Tilvalið fyrir alls konar uppákomur, s.s. hvata- og óvissuferðir, dansleiki, línudans og kvöldverði.

Hafðu samband

  
 

Hellishólar í Fljótshlíð

Á Hellishólum eru sumarhús eru í þremur stærðum og veit­inga­salur fyrir allt að 170 manns, hent­ugur fyrir fund­ar­höld, veislur eða ætt­ar­mót.

Hafðu samband

  
 
 

Hverabakstur á Hótel Geysi 


 Það sem er að gerast á Hótel Geysi núna fram að áramótum 2011 er að hópum stendur til boða að panta þar hverabakstur .  Þarf að panta fyrirfram því hverabrauðsbaksturinn tekur 24 tima að bakast í hveraholunni við Geysi sjálfann.  Gestir þurfa því að koma daginn áður og baka brauðið , fara með það í holuna og koma svo daginn eftir og taka það upp nýbakað og smakka það með ísl. smjöri, síld og hverasoðnum eggjum.  
 
Hafðu samband
  
 

Norðvesturland:

 

  

Steinsstaðir í Skagafirði

 
 Steinsstaðir er kjörin staður fyrir veislur, afmæli, stórfjölskyldur, saumaklúbba og vinnustaðahópa. Hægt er að leigja húsið í heild sinni og vera eins og heima hjá sér, fara í heita sundlaug og pott þegar  þess er óskað.  Salur, sem er hentugir  fyrir fundi eða hvað sem er í annari byggingu og svo er félagsheimili á staðnum, sem er hægt að leigja fyrir stærri samkomur. Einnig er hægt að panta kvöldverð og morgunverð .  Fallegar gönguleiðir í nágenninu.  Gerum tilboð fyrir hópa í jólahlaðborð ásamt gistingu og einnig ætlum við að bjóða upp á þorrablót, þorrahlaðborð og gistingu á þorranum fyrir hópa.
 
Hafa samband
  
 

Gauksmýri 

Gauksmýri er við þjóð­veg 1 mitt á milli Reykja­víkur og Akur­eyrar, 194 km til hvors staðar. Á Gauksmýri er boðin upp á góða fundar- og veitingaaðstöðu,  her­bergi með sér­baði og án baðs.

Hafðu samband

  
 

Norðausturland:

 

  

Öngulsstaðir III í Eyjafirði 

Gist­ing á fal­legum stað í Eyja­fjarð­ar­sveit með útsýni yfir fjörð­inn. 17 herbergi með baði. Fundaraðstaða, tilvalin fyrir námskeið og fyrirlestra. 

 Hafðu samband 

  
 

Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd

Sveitahótelið Sveinbjarnargerði er staðsett við þjóðveg nr.1 um 10 mínútna akstur frá Akureyri. Góð ráðstefnu- og fundaraðstaða fyrir allt að 50 manns. Veislusalur fyrir allt að 100 manns í sæti, tilvalið fyrir árshátíðir og fundi.   Einnig boðið upp á gistingu í 33 herbergjum, öll með sér baðherbergi, síma og sjónvarpi.  Internettenging er á hótelinu og heitur pottur sem gott er að slaka á í eftir daglegt amstur. Arinn í setustofu og í borðsal. Góð staðsetning fyrir skoðunarferðir um Norðurlandið.

Hafðu samband

  
 
 

Ytri - Vík, Árskógsströnd

 
 Á Ytri-Vík getur þú fundið flest það sem þarf til að gera gott mannamót. 
Gisting, vélsleðaferðir, jeppaferðir og fjallaskíðaferðir.  Einnig er boðið upp á fyrirtækjaferðir, hópefli, og ýmsar óvissu- og skemmtiferðir.
 
Hafa samband
  
 

Suðausturland:

 

  

Hótel Staðarborg í Breiðdal

Stað­ar­borg er stað­sett í fögru umhverfi Breið­dals­ins. Góð aðstaða til funda, veislu­halda eða ætt­ar­móta. Gist­ing í 26 rúm­góðum her­bergjum, öll með sér­baði og sjón­varpi. Veit­ingar í boði: Morg­un­verður og kvöld­verður, einnig hádegisverður fyrir hópa. 

Hafðu samband 

  
 

Smyrlabjörg 

Smyrlabjörg er um 45 km frá Höfn í Hornafirði. Góð aðstaða fyrir ráðstefnur  eða fundi og  árshátíðir fyrir 20-50 manns. Hentug staðsetning fyrir skoðunarferðir um Suðausturland. Jeppa- og snjó­sleðaferðir á Skálafellsjökul (2 km), dags- og kvöldferðir.Suðausturland:

Hafðu samband 

  
 

Gistiheimili á Hala og Þórbergssetur 

Gistiheimilið á Hala er tilvalið fyrir námskeið og minni samkomur utan háannatíma.  Boðið er upp á sérstakar helgarferðir að Hala í Suðursveit á þessum vetri fyrir stofnanir og starfsmannahópa eða hverja þá sem langar að taka sér smá helgarfrí og njóta fræðslu og skemmtunar í notalegu umhverfi. Þórbergssetur stendur fyrir öflugu menningarstarfi sem tengist sögu og bókmenntum og hefur nú unnið upp allmikið af fræðsluefni um héraðið sem hægt er að miðla til gesta. 

Hafðu samband