Um okkur

Starfsmenn Ferðaþjónustu bænda 2013 
Starfsfólk Ferðaþjónustu bænda 
>> Skoða starfsmannalista

Um Ferðaþjónustu bænda

 
Ferðaþjónusta bænda hf. að Síðumúla 2 sér um sölu og markaðssetningu á þeirri ferðaþjónustu sem félagar bjóða. Skrifstofan er ferðaskrifstofa og gefur út tvo kynningarbæklinga á ári - annan á íslensku "Upp í sveit" en hinn á ensku "The Ideal Holiday".  Þar að auki eru tvær vefsíður sem kynna þjónustu ferðaþjónustubænda: sveit.is og farmholidays.is 
 
Ferðaþjónusta bænda hf. er hlutafélag í eigu bænda og hefur starfað í yfir 20 ár að markaðsetningu og sölu á þjónustu undir merkjum Ferðaþjónustu bænda. Hlutverk ferðaskrifstofunnar er einkum að bóka gistingu fyrir einstaklinga og hópa ásamt heildarskipulagningu á bílaleigupökkum. Ferðaskrifstofan er í viðskiptum við um 150 ferðaskrifstofur og ferðaheildsala um allan heim.
 
Félagsskapur ferðaþjónustubænda fór að myndast fyrir 1970 þegar ferðaskrifstofur fóru að kynna og selja bændagistingu sem sérstaka vöru fyrir útlendinga. Félag ferðaþjónustubænda varð til formlega 1980 og starfrækti félagið ferðaskrifstofu og sinnti sölumálum sjálft um árabil. Ferðaskrifstofa Ferðaþjónustu bænda var stofnuð árið 1990 um sölustarfsemina en þar með færðist öll starfsemi frá félaginu sem nú starfar sem hagsmunafélag þeirra bænda sem stunda ferðaþjónustu. Enn í dag er fyrirtækið Ferðaþjónusta bænda - Bændaferðir í eigu félaganna.
 
Það er markmið ferðaþjónustubænda að vörumerki Ferðaþjónustu bænda standi ávallt fyrir gæði í þjónustu og aðbúnaði  með sjálfbæra ferðaþjónustu að leiðarljósi.
 
Ferðaþjónusta bænda hf. starfar einnig að skipulagningu á utanlandsferðum þar sem stílað er inn á gistingu og þjónustu til sveita í ýmsum löndum. Á bændaferðir.is má skoða upplýsingar um utanlandsferðir.  

 
 
   
Ferðaþjónusta bænda - Bændaferðir
Síðumúla 2
108 Reykjavík

Sími: 570 2700
Fax: 570 2799

Opið virka daga 08:30 - 16:00