Fréttasafn

16.04 2014

Gleðilega páska!

Gleðilega páska!Skrifstofa Ferðaþjónustu bænda - Bændaferða verður lokuð um páskana frá 17. apríl til 22. apríl. 

Við opnum aftur á þriðjudagsmorgun 22. apríl kl 08:30.

Starfsfólk Ferðaþjónustu bænda - Bændaferða óskar ykkur öllum gleðilegra páska! 

01.04 2014

Opið hús í Hestheimum

Opið hús í HestheimumOpið hús verður í Hestheimum í Ásahreppi frá kl. 13:00 - 18:00, laugardaginn 5. apríl og sunnudaginn 6. apríl. Glatt verður á hjalla og ýmislegt í boði fyrir gesti og gangandi. Boðið verður upp á kaffi, djús og heimabakaða súkkulaðiköku, teymt verður undir börnum yngri en 8 ára utandyra og ýmsir leikir verða í reiðhöllinni, t.d. skeifukast og hjólbarðaboðhlaup.

Gestum býðst að heimsækja hesthúsin þar sem þeir fá að kemba og klappa hestum og hreinsa úr hófum. Einnig verður hægt að heimsækja geithafurinn Loka, kisurnar Tíu og Tímoníu og tíkina Týru.

28.03 2014

Útnefning heiðursfélaga Félags ferðaþjónustubænda

Útnefning heiðursfélaga Félags ferðaþjónustubændaÁsgerður Pálsdóttir og Ágúst Sigurðsson á Geitaskarði í Langadal og Guðrún Þórarinsdóttir og Jón Illugason á Eldá í Reykjahlíð hlutu útnefninguna heiðursfélagar Félags ferðaþjónustubænda á nýafstöðnum aðalfundum Ferðaþjónustu bænda hf og Félags ferðaþjónustubænda sem haldnir voru 24. og 25. mars á Hótel Dyrhólaey í Mýrdal.