Fréttasafn

18.07 2014

Tónleikaferðalag Hafdísar Huldar

Sveitaferð Hafdísar HuldarSveitaferð Hafdísar Huldar um landið hófst í gærkvöldi á tónleikum í Sjávarpakkhúsinu í Stykkishólmi. Á næstu tveimur vikum mun Hafdís Huld halda fjölda tónleika víðsvegar um landið í samstarfi við Ferðaþjónustu bænda.

Tónleikar hennar verða á eftirfarandi stöðum: 
17. júlí: Stykkishólmur, Sjávarpakkhúsið
18. júlí: Bíldudalur, Baunagrasið
25. júlí: Vík, Halldórskaffi
26. júlí: Höfn, Hoffell
27. júlí: Fáskrúðsfjörður, Café Sumarlína
28. júlí: Vopnafjörður, Kaupvangskaffi
29. júlí: Þórshöfn, Báran
30. júlí: Kópasker, Skjálftasetrið
31. júlí: Húsavík, Gamli Baukur
1. ágúst: Akureyri, Ein með öllu
2. ágúst: Siglufjörður, Síldarævintýrið  

02.07 2014

Nýir bæir sumarið 2014

 Nýir bæir hjá Ferðaþjónustu bænda sumarið 2014 
Á vordögum bættust við fjórir nýir staðir inn í raðir
Ferðaþjónustu bænda og bjóðum við þá velkomna í hópinn. Þessir staðir eru Hótel Á í Borgarfirði, Hótel Hafnarfjall við rætur Hafnarfjalls, Hótel Selið í Stokkalæk, og Hótel Skógarfoss við hinn fræga foss Skógarfoss.  
 
Fjölbreytnin er alltaf að aukast og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá þeim 183 stöðum sem eru innan Ferðaþjónustu bænda í dag, hvort sem um er að ræða gistingu, afþreyingu eða veitingar.
 

30.05 2014

Nýi bæklingurinn Upp í sveit 2014 kominn út!

 Upp í sveit
Í nýja bæklingnum Upp í sveit
 er að finna upplýsingar um 183 staði innan Ferðaþjónustu bænda sem bjóða upp á fjölbreytta gistingu, afþreyingu og veitingar um allt land. Einnig er að finna upplýsingar um sveitabæi sem eru þátttakendur í Opnum landbúnaði, verkefni Bændasamtaka Íslands.