Gisting


Gauksmýri í Húnaþingi

Sveitasetur með hestaþema. Góð veitingaaðstaða, vínveitingar og fundaraðstaða. Á staðnum er einnig rekin hestamiðstöð með hestaleigu, sýningum og reiðkennslu. Góð aðstaða til fuglaskoðunar o.fl. Opið frá 4. janúar til 22. desember.

Frá:13.600kr
hver nótt
Veldu dagsetningar
Bóka núna
 • Bær nr: 268
 • Gerð: Hótel , Bændagisting
 • Árstíðir: Allt árið
 • Svæði: Norðurland
 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Hefðbundinn búskapur
 • Frítt netsamband
 • Heitur pottur
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Aðgangur að nettengdri tölvu
 • Kreditkort
 • Merktar gönguleiðir
 • Opnir miðar

Í nágrenni

 • Fuglaskoðun
 • Hvammstangi 8 km
 • Selasetur Íslands á Hvammstanga
 • Sundlaug Hvammstanga
 • Kolagljúfur 14 km
 • Hvítserkur 34 km

Á sveitasetrinu Gauksmýri í Húnaþingi vestra er lögð áhersla á náttúru -og hestatengda ferðaþjónustu. Boðið er upp á herbergi með og án baðs, veitingaaðstöðu, vínveitingar og fundaraðstöðu. Panta þarf fyr­ir­fram fyrir hópa.

Á staðnum er rekin hesta­mið­stöð. Hesta­leigan er opin allt árið og styttri hestaferðir með leiðsögn farnar daglega á sumrin. Margar góðar reiðleiðir eru í nágrenninu fyrir jafnt byrjendur sem lengra komna. Einnig eru í boði hestasýningar fyrir hópa, bæði innan - og utandyra. Vetrardvöl með reiðkennslu og vinsæl reiðnámskeið fyrir börn og unglinga eru í boði á sumrin.

Mikill metnaður er lagður í veitingar og er meðal annars boðið uppá grænmeti úr gróðurhúsum staðarins og heimabakað brauð. Daglegt grillhlaðborð er í boði yfir sumarið. Kvöldverður í boði allt árið um kring og hádegisverðarhlaðborð fyrir hópa. Gestir geta upplifað fallegt umhverfið í stóra og bjarta veitingasalnum á meðan þeir njóta matarins, en salurinn tekur allt að 80 manns í sæti.

Gauksmýrartjörn sem er í um 10 min göngufjarlægð frá Gauksmýri er mikil fuglaparadís. Um 35 tegundir fugla hafa sést þar, m.a. Flórgoði. Gönguleiðin er fær hjólastólum.

Auk mýrar- og fjallendisins sem Línakradalur státar af er Gauksmýri vel staðsett til skoðunarferða á norðvesturlandi. Meðal áhugaverðra staða í nágrenninu eru Borgarvirki, Selasetur Íslands á Hvammstanga, Hvítserkur, Breiðabólsstaður og Kolugljúfur.

Gauksmýri er við þjóð­veg 1 mitt á milli Reykja­víkur og Akur­eyrar, 194 km til hvors staðar.

Húsdýr: Um 60 hross, tveir hundar, hænsni.

Gestgjafar Jóhann og Sigríður.