268 - Gauksmýri í Húnaþingi

Húsakynni Gauksmýri
 • Gistihús bænda
Fjöldi rúma: 54
 • Opinn landbúnaður
 • Cat I - Herbergi eru án baðs og handlaugar
 • Cat II - Herbergi eru með handlaug og fatahengi
 • Cat III - Herbergi eru með sérbaðherbergi og er þau að finna á gistihúsum og í heimagistingu
 • Handverk sýnt á bænum
 • Kreditkort (Visa/Euro/Mastercard)
 • Netaðgangur
 • Reykingar bannaðar
 • Þráðlaust netsamband
 • Fuglaskoðun
 • Aðstaða til fundar og rástefnu
 • Merktar gönguleiðir
 • Heitur pottur
 • Hestaferðir
 • Hestasýningar
 • Máltíðir og/ eða léttar veit.
 • Vínveitingar
 • Tekur á móti opnum miðum fyrir herbergi

Á sveitasetrinu Gauksmýri í Húnaþingi vestra er lögð áhersla á náttúru -og hestatengda ferðaþjónustu. Boðið er upp á herbergi með og án baðs, veitingaaðstöðu, vínveitingar og fundaraðstöðu. Panta þarf fyr­ir­fram fyrir hópa.

Á staðnum er rekin hesta­mið­stöð. Hesta­leigan er opin allt árið og styttri hestaferðir með leiðsögn farnar daglega á sumrin. Margar góðar reiðleiðir eru í nágrenninu fyrir jafnt byrjendur sem lengra komna. Einnig eru í boði hestasýningar fyrir hópa, bæði innan - og utandyra. Vetrardvöl með reiðkennslu og vinsæl reiðnámskeið fyrir börn og unglinga eru í boði á sumrin.

Mikill metnaður er lagður í veitingar og er meðal annars boðið uppá grænmeti úr gróðurhúsum staðarins og heimabakað brauð. Daglegt grillhlaðborð er í boði yfir sumarið. Kvöldverður í boði allt árið um kring og hádegisverðarhlaðborð fyrir hópa. Gestir geta upplifað fallegt umhverfið í stóra og bjarta veitingasalnum á meðan þeir njóta matarins, en salurinn tekur allt að 80 manns í sæti.

Gauksmýrartjörn sem er í um 10 min göngufjarlægð frá Gauksmýri er mikil fuglaparadís. Um 35 tegundir fugla hafa sést þar, m.a. Flórgoði. Gönguleiðin er fær hjólastólum.

Auk mýrar- og fjallendisins sem Línakradalur státar af er Gauksmýri vel staðsett til skoðunarferða á norðvesturlandi. Meðal áhugaverðra staða í nágrenninu eru Borgarvirki, Selasetur Íslands á Hvammstanga, Hvítserkur, Breiðabólsstaður og Kolugljúfur.

Gauksmýri er við þjóð­veg 1 mitt á milli Reykja­víkur og Akur­eyrar, 194 km til hvors staðar.

Húsdýr: Um 60 hross, tveir hundar, hænsni.

Gestgjafar Jóhann og Sigríður.

Gestgjafar Jóhann Alberts­son, Sig­ríður Lár­us­dóttir