102 - Hraunsnef í Norðurárdal

Hraunsnef
 • Sveitahótel
Fjöldi rúma: 28
Opið: Allt árið (lokað 23.12, 31.12, 01.01)
 • Cat III - Herbergi eru með sérbaðherbergi og er þau að finna á gistihúsum og í heimagistingu
 • Cat IV - Herbergi eru með baði og eingöngu á sveitahótelum. Þá er gerðar meiri kröfur varðandi aðbúnað í herbergjum auk hærra þjónustustigs
 • Cottage A
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Handverk sýnt á bænum
 • Kreditkort (Visa/Euro/Mastercard)
 • Netaðgangur
 • Sjónvarp á herbergjum/bústað
 • Þráðlaust netsamband
 • Merktar gönguleiðir
 • Heitur pottur
 • Húsdýr til sýnis
 • Leiksvæði fyrir börn
 • Máltíðir og/ eða léttar veit.
 • Vínveitingar
 • Tekur á móti opnum miðum fyrir herberg og svefnpokaplássii
Hraunsnef er fjölskyldurekið sveitahótel staðsett skammt frá Bifröst á Vesturlandi.

10 rúmgóð herbergi með sér baði og sjónvarpi. Öll herbergin eru með sér inngangi og mismunandi litaþema. Einnig tvö smáhýsi með lítilli eldunaraðstöðu.

Heimilislegt andrúmsloft ríkir á hótelinu. Hlýlegur veitingastaður sem býður upp á rétti úr heimaræktuðu hráefni og hráefni úr héraði. Bændurnir á Hraunsnefi rækta eigið grænmeti og fá egg og svínakjöt frá frjálsu hænunum og grísunum á bænum. Lítill sveitamarkaður er á staðnum. Einnig annar sér veitingasalur/setustofa.

Tveir heitir pottar eru staðsettir við hliðina á litlum læk, með góðu fjallaútsýni.

Góð aðstaða fyrir börn; leiksvæði og vinaleg dýr á bænum meðal annars grísir, hestar, kindur, hundar, hænsni og endur.

Skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenninu og álfakort eftir Erlu Stefánsdóttur eru fáanleg.

Hraunsnef er vel staðsett fyrir dagsferðir á Snæfellsnesi og um Vesturland. Meðal markverðra staða í nágrenninu má nefna Grábrók, Glanna, Hreðavatn, Deildartunguhver, Hraunfossa og Barnafossa, Landnámssetur Íslands í Borgarnesi, Reykholt og Víðgelmi.
 
Hraunsnef er við veg 1.

> Hraunsnef var bær mánaðarins í mars 2013. Bær mánaðarins er sérstök viðurkenning sem veitt er einum fyrirmyndar ferðaþjónustubæ innan vébanda Ferðaþjónustu bænda í hverjum mánuði. Valið er byggt á umsögnum gesta og mati starfsfólks skrifstofu Ferðaþjónustu bænda þar sem horft er til frammistöðu bæjarins á sviði gæða - og umhverfismála, vöruþróunar og í þjónustu við viðskiptavini.
  

Hafðu samband 


Opið: 01.02 - 31.12
 
Búskapur:
Hestar, hænsni, hundar, grísir og kindur.

Veitingar:
Veitingastaður og bar á staðnum fyrir gesti og gangandi.

Afþreying:
Gönguleiðir, jeppaferðir.

Áhugavert: Grábrók, Glanni, Hreðavatn, Deildartunguhver, Hraunfossar og Barnafossar, Landnámssetur Íslands í Borgarnesi, Reykholt og Víðgelmir.
 
Næsta þéttbýli: Borgarnes 35 km

Verslun:
Bifröst 3,5 km
 
Golf:
Glanni 4 km
 
Sundlaug:
Varmaland 17 km
  
Gestgjafar Jóhann Harðarson, Brynja Brynjarsdóttir